Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur gefið grænt ljós á að selja félagið. Telegraph greindi frá fyrir skömmu síðan.
Allar eignir Roman á Englandi voru frystar í gær og hefur það verulegar afleiðingar fyrir Chelsea sem starfar nú undir hæl ríksins. Ástæðan eru tengsl Roman við Vladimir Putin forseta Rússlands og innrásar hans í Úkraínu. Three, aðalstyrktaraðili Chelsea, hefur nú þegar slitið samstarfinu.
Nú hefur Abramovich samþykkt að selja félagið. Það er ljóst að hann mun ekki græða neitt á sölunni eftir að eigur hans voru frystar. Þetta er þó mjög góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Chelsea.
Talið er að félagið muni íhuga tilboð seinni hluta næstu viku.
Fyrr í kvöld kvartaði Chelsea undan því að aðgerðir yfirvalda gegn félaginu væru of harðar. Félagið fær til að mynda aðeins að eyða 500 þúsund pundum í það að halda heimaleik. Á Sky Sports í kvöld var sagt frá því að félagið eyddi yfirleitt um milljón punda í að halda heimaleiki þegar allt er tekið inn í myndina. Þetta er útskýrt betur hér fyrir neðan.
BREAKING! Chelsea's club credit cards have been temporarily suspended by Barclays in the wake of Roman Abramovich being sanctioned by the UK government. pic.twitter.com/IBqnMab8fi
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2022