Bresk yfirvöld hafa ákveðið að frysta eigur Roman Abramovich eigandi Chelsea. Var ákvörðun um þetta kynnt í morgun.
Roman má selja Chelsea með því skilyrði að breska ríkið sjái um söluna
Bresk yfirvöld hafa verið að frysta eigur hjá ríkum Rússum eftir innrás Vladimir Putin inn í Úkraínu. Abramovich og Putin hafa í gegnum árin verið miklir vinir.
Roman setti Chelsea á sölu í síðustu viku eftir innrás Rússlands í Úkraínu af ótta við að eigur hans yrðu frystar. Það er nú raunin.
Auk þess að fyrsta Chelsea má Roman ekki selja fasteignir eða bíla sem hann á í Bretlandi, í Bretlandi eru líkar snekkjur í hans eigu og þyrlur.
Talið er að verðmæti eigna hans í Bretlandi séu um 3,5 milljarður punda en eigur hans í heild eru metnar á 10,4 milljarða punda.
Svona er eignarsafn Roman samkvæmt Daily Mail.