Kínversk stjórnvöld ætla að loka fyrir útsendingar frá ensku úrvalsdeildinni um helgina til stuðnings Rússlandi.
Gert er ráð fyrir því að stuðningur við Úkraínu verði mikill á knattspyrnuvöllum Bretlandseyja um helgina.
Frá þessu greindi BBC í dag en sjónvarpsrétthafar ensku úrvalsdeildarinnar í Kína hafa nú þegar tilkynnt forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar frá ákvörðuninni.
Sterk pólitísk tengsl eru á milli Rússlands og Kína. Rússar réðust inn í Úkraínu á dögunum og þar eru nú mikil átök.