fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
433Sport

Risafréttir frá Englandi – Abramovich ætlar að selja Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 18:19

Roman Abramovich / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur ákveðið að selja félagið. Hann mun hlusta á tilboð í félagið. Hann gaf út yfirlýsingu nú rétt í þessu.

Þetta kemur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich er Rússi. Hann var áður mikill vinur Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hafnar því þó að þeir séu félagar í dag.

Á dögunum var greint frá því að Abramovich hafi skilið við Chelsea tímabundið en nú er ljóst að hann mun selja félagið endanlega. Hann er talinn hræðast refsiaðgerðir Breta.

Hansjorg Wyss, milljarðamæringur frá Sviss, er sagður hafa áhuga á að kaupa Chelsea en líklega þarf 3 milljarða punda til að kaupa félagið.

Roman hefur lánað Chelsea 1,5 milljarð punda í gegnum eignarhaldsfélag sitt en hann hefur aldrei farið fram á að félagið endurgreiði það.

Sagt er að Abramovich sé líka að skoða að selja fasteignir víða um heim vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

,,Ég hef alltaf tekið ákvarðanir í þágu félagsins. Í ástandinu sem nú varir hef ég því ákveðið að selja félagið,“ segir meðal annars í yfirýsingu Abramovich.

Abramovich segir einnig að sölunni verði ekki flýtt og að hann muni ekki biðja um að lán verði endurgreint, líkt og kom fram ofar.

Þá hefur Abramovich sett af stað söfnun þar sem ágóðinn rennur til fórnarlamba yfirstandandi stríðs í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman

Amorim fullyrti að blaðamaður væri að reyna að tengja þessi tvö atvik saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband

Mikill pirringur innan herbúða Arsenal og stórstjörnur rifust heiftarlega fyrir framan alla í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld

Liverpool með níu og hálfan fingur á titlinum eftir sigur í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við

Hörmungar United settar í samhengi – Svona er staðan eftir að Amorim tók við
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo

Sölvi og Guðmar til reynslu hjá Ronaldo
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum

Vilja Hojlund en United myndi tapa gríðarlega á viðskiptunum