Roman Abramovich eigandi Chelsea hefur svarað kalli Úkraínu um að hjálpa til við að reyna að stilla til friðar eftir innrás Rússlands í Úkraínu.
Abramovich er sterk efnaður Rússi en hann var á árum áður góður vinur Vladimir Putin forseta Rússlands.
„Ég get staðfest að Roman fékk símtal frá Úkraínu og var óskað eftir því að hann myndi hjálpa til við að stilla til friðar. Hann hefur lagt sig fram við það allar götur síðan,“ sagði talsmaður Abramovich.
„Miðað við það hvað er í húfi þá biðjum við um skilning á því af hverju við höfum ekki tjáð okkur um stöðuna eða hvaða hlutverk Abramovich spilar.“
Úkraína og Rússland funda í Hvíta-Rússlandi í dag þar sem Roman er staddur og reynir að nota völd sín til að hjálpa til.