Þrír brasilískir leikmenn á mála hjá Dnipro í Úkraínu hafa flúið yfir til Rúmeníu vegna ástandsins í kjölfar innrásar Rússa í fyrrnefnda landinu. Félag þeirra staðfestir þetta á Instagram.
Fjöldi brasilískra leikmanna spilar í Úkraínu og eru fastir þar núna en nú hefur þeim Gabriel Busanello, Bill og Felipe Pires tekist að flýja.
Leikmennirnir settu út myndband á samfélagsmiðlum þar sem þeir létu fjölskyldur sínar vita af því að þeir væru öruggir.