Arsenal er að bjóða Mikel Arteta stjóra sínum nýjan samning og ætlar félagið að hækka laun hans hressilega.
Arteta á 16 mánuði eftir af samningi sínum en félagið vill tryggja starfskrafta hans til framtíðar.
Arsenal hefur boðið Arteta 8,3 milljónir punda í árslaun eða 1,4 milljarð íslenskra króna. Hann þénar í dag 5 milljónir punda.
Þessi launahækkun gæti heillað Arteta en hans gamli samstarfsfélagi, Pep Guardiola þénar 20 milljónir punda á ári.
Antonio Conte og Jurgen Klopp þéna svo báðir um 15 milljónir punda á ári. Arteta er því langt á etir þeim bestu en þénar samt vel.