Helena Ósk Hálfdánardóttir er gengin í raðir Breiðabliks og hefur skrifað undir tveggja ára samning í Kópavoginum.
Helena er 21 árs gömul og er uppalin hjá FH en lék með Fylki í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar.
Helena er sóknarsinnaður leikmaður sem þrátt fyrir ungan aldur á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim níu mörk. Hún hefur leikið 23 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim fjögur mörk.