Eiður Smári Guðjohnsen, Heimir Hallgrímsson og Ólafur Kristjánsson hafa allir hafnað því að taka við Vestra í Lengjudeild karla.
Samúel Samúelsson formaður knattspyrnudeildar Vestra staðfesta þetta við 433.is í dag. Jón Þór Hauksson lét af störfum um liðna helgi til að taka við ÍA.
„Ég vissi fyrir fram að þetta væri langskot en ég vildi láta á það reyna. Metnaðurinn okkar er mikill,“ sagði Samúel.
Allir þessir þrír þjálfar eru án starfs en mismunandi ástæður voru fyrir því að Eiður, Heimir og Ólafur höfnuðu starfinu.
Vestri leikur í Lengjudeildinni og er með vel mannað lið sem gæti barist um að fara í efstu deild í sumar.