fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
433Sport

Garðar segir frá trekanti með tveimur gullfallegum knattspyrnukonum: „Ég vakna við það að þær eru að leika hvor við aðra“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði baróninn, saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar kom út á síðasta ári en þar fer Garðar Örn Hinriksson yfir sögu sína.  Garðar var um langt skeið einn fremsti dómari landsins en hann var mikið í sviðsljósinu. Frásögn Garðars hefur vakið mikla athygli en bókin kom nýlega inn á Storytel og annast dómarinn sjálfur upplesturinn.

Ein sagan í bókinni hefur vakið meiri athygli en aðrar en hún tengist kvöldi af Hverfisbarnum sem var á þeim tíma vinsælasti skemmtistaður landsins.

„Ég slysaðist eina helgina árið 2004 inn á Hverfisbarinn með félögum mínum, stuttu eftir að ég hafði verið valinn dómari ársins. Áður en ég yfirgaf staðinn rakst ég á félaga minn sem var með þremur stelpum úr boltanum sem ég kannaðist aðeins við en þekkti ekki persónulega,“ skrifar Garðar í bókina sína Rauði baróninn

„Ein af þeim var kærastan hans og ætluðu þau rétt að kíkja í einn bjór áður en þau færu heim. Til að gera langa stuttu þú hurfu kunningi minn og kærastan fljótlega en hinar tvær urðu eftir. Einnig lét félagi minn sig fljótlega hverfa svo ég sat einn eftir með þeim“

Fyrst um sinn virtust konurnar ekki kannast við Garðar en þegar þær komust að því hver hann væri voru hlutirnir fljótir að breytast að hans sögn.

„Þær virtust ekki þekkja mig í sjón og veittu mér litla athygli í fyrstu, en um leið og þær komust að því hver ég var breytist allt. Andlitið greinilega ekki jafn sterkt og nafnið, allt í einu var farið að koma fram við mig eins og ég væri hálfgerður guð. Bjórnum var slátrað á 0,1 og næst var beðið um tequila á borðið og svo meira tequila. Allt í einu var kominn töluverður hiti í mannskapinn.“

Á Hverfisbarnum var haldið á dangsólfið þar sem Garðar lýsir því að mikill losti hafi gripið mannskapinn. „Þær drógu mig út á dansgólfið þar sem við kysstumst og enginn líkamspartur var látinn í friði, ég tók eftir því að flestir voru farnir að fylgjast með okkur en mér var alveg sama. Ég var þarna með tveimur gullfallegum stelpum úr efstu deild kvenna í fótboltanum á miðju dansgólfi. Þær í stuði og greinilega til í eitthvað meira en koss og káf“

Garðar og konurnar tvær héldu heim á leið og skrifar Garðar. „Stuttu síðar drógu þær mig út og kölluðu á leigubíl og heim til annarrar þeirra, þar sem stuðið var síst minna en á Hverfisbarnum. Eftir fjöruga nótt lagðist ég til hvíldar.“

Þegar fjörið var búið ákvað Garðar að leggja sig en hann segist ekki hafa fengið mikinn tíma til að hvílast.

„Ég held ég hafi ekki sofið í meira en klukkutíma þegar ég vakna við það að þær eru að leika hvor við aðra, ég þóttist vera sofandi því ég var þreyttur. Það breytti engu, rétt á eftir var bankað í öxlina á mér og mér boðið í þriggja manna partý. Að vísu dauðþreyttur en lét mig hafa það“

„Ég var hálf feginn þegar þetta var afstaðið og beið eftir að þær sofnuðu, svo ég gæti læðst út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford

Ferguson hefði aldrei komið sér í þessa stöðu á Old Trafford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir

Umdeildu Facebook tvíburarnir minna á sig: Taka að sér mjög óvænt verkefni – Kostar þá yfir 600 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“

Viðurkennir að allt sé í rugli hjá Manchester United – ,,Staðan er mjög, mjög slæm“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“

Kom mörgum á óvart og ákvað að gerast klámstjarna: Móðir hans var steinhissa – ,,Hún fór að gráta“
433Sport
Í gær

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni

Fann ástina á ný eftir hörmulega tíma: Skilnaður og gjaldþrot á sama ári – Birti nú mynd af nýju kærustunni
433Sport
Í gær

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik

Amorim hundfúll með frammistöðuna í fyrri hálfleik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Nkunku leiðir línuna
433Sport
Í gær

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“