fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
433Sport

Flótti úr Laugardalnum – Lykilfólk í stjórn að hætta og Þorvaldur sagði upp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 31. janúar 2022 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem sem talsverður flótti sé úr Knattspyrnusambandi Íslands en lykilfólk í stjórn sambandsins og einn reyndasti starfsmaður eru öll á útleið.

Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag að Þorvaldur Ingimundarson hefði sagt upp störfum. Þorvaldur er heilindafulltrúi KSí.

Einn aðili sem 433.is ræddi við í dag sagði það mikla blóðtöku fyrir sambandið að missa Þorvald, hann hefði mikla reynslu af öllum sviðum fótboltans og væri alltaf boðinn og búinn til að aðstoða við öll þau mál sem kæmu upp hjá félögunum í landinu.

Lykilfólk í stjórn á útleið:

Kosið verður til stjórnar KSÍ á næstu ársþingi sambandsins sem fram fer í lok febrúar. Núverandi stjórn er aðeins til bráðabirgðar og því verður kosið í öll sæti á þinginu. Í venjulegu árferði er aðeins kosið um fjóra nýja aðila í stjórn.

Mikið af reyndu fólki fór úr stjórn KSÍ í október þegar öll stjórnin hafði sagt af sér. Nokkuð af fólki með reynslu gaf þó kost á sér áfram og hefur setið síðustu mánuði.

Valgeir Sigurðsson sem setið hefur í stjórn KSÍ síðustu ár hefur þannig tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á sér áfram. „Ég ætla ekki að gefa kost á mér í þessari lotu,“ segir Valgeir í samtali við 433.is en hann gegnir einnig formannsembætti mótanefndar.

Þá staðfesti Þóroddur Hjaltalín sem einnig á sæti í aðalstjórn KSÍ að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram í stjórn. Hann útilokaði þó ekki að starfa áfram innan hreyfingarinnar, þar sem hann er einnig formaður dómaranefndar.

Þóroddur Hjaltalín hættir í stjórn.

Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ skoðar einnig stöðuna og hvort hún gefi áfram kost á sér. „Ég er ekki búinn að taka ákvörðun, er ennþá að velta málinu fyrir mér,“ sagði Borghildur í samtali við 433.is.

Þá hefur 433.is heimild fyrir því að Ingi Sigurðsson ætli ekki að gefa kost á sér en þessi fyrrum knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum hefur verið í stjórn síðustu ár. Þá eru allar líkur á því að Orri Hlöðversson láti af störfum en hann er á leið í framboð fyrir Framókn í Kópavogi.

Ljóst er að það er mikið áfall fyrir Knattspyrnusambandið að missa allt þetta lykilfólk úr stjórn, allir aðilar hafa mikla reynslu og eftir situr fólk með litla sem enga reynslu af stjórnarstörfum KSÍ.

Sævar vill verða formaður KSÍ.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

Stefnir í formannsslag:

Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ í dag og stefnir á endurkjör nú í febrúar en allt stefnir í að barist verði hart um stól formannsins. Þannig er Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA að íhuga framboð.

Samkvæmt heimildum hefur Sævar síðustu daga kannað hug félaganna í landinu og fór helgin hans í það. Búist er við því að Sævar greini frá ákvörðun sinni á næstu dögum.

Þá er Páll Magnússon fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins að skoða stöðuna en hann hefur fengið áskorun um það að gefa kost á sér í formanninn.

 

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

FH-ingar að missa annan lykilmann

FH-ingar að missa annan lykilmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United

Osimhen og tveir aðrir orðaðir við Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island

Sparkar heimsfrægum kærastanum og snýr aftur í Love Island
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Í gær

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“

Gaf skondið svar þegar hann var spurður út í titilbaráttuna: ,,Veit ekki einu sinni hvað það er“
433Sport
Í gær

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“

Fólk má ekki sofa á Mbappe – ,,Hef alltaf sagt það“
433Sport
Í gær

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora

England: United fékk skell á Old Trafford – Chelsea mistókst að skora
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar