fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
433Sport

Sakar Íslandsvininn Mason Greenwood um hrottalegt ofbeldi – Man Utd bregst við með yfirlýsingu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 10:05

Mason Greenwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood, sóknarmaðurinn efnilegi hjá Manchester United, hefur verið sakaður um hrottalegt ofbeldi á samfélagsmiðlum. Ung kona að nafni Harriet Robson, sem var kærasta Greenwood, birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem sjá hana með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér. „Til allra þeirra sem vilja sjá hvað Mason Greenwood gerir mér,“ skrifar Robson. Að auki birtir hún ógeðfellda hljóðupptöku þar sem heyra má aðila, sem hún heldur fram að sé Greenwood, hóta henni ofbeldi ef hún stundar ekki kynlíf með honum.

Skjáskot úr myndbandinu

Robson eyddi færslunni fljótlega eftir að hún birtist en hún var skömmu síðar komin í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Manchester United brást hratt við og gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að klúbburinn væri meðvitaður um myndirnar og þær ásakanir sem væru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Ekki verði brugðist frekar við þeim fyrr en málið hafi verið skoðað nánar. Þá var tekið fram að klúbburinn fordæmi hverskonar ofbeldi. Þá hefur lögreglan í Manchester einnig gefið út yfirlýsingu þess efnis að áskanirnar séu komnar inn á þeirra borð.

Greenwood er talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga en hann hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði utan vallar. Hinar nýju ofbeldisásakanir gætu sett feril leikmannsins í uppnám reynist þær sannar.

Sjá einnig: Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun

Segja hinn afar eftirsótta strák nálægt því að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Yfir 25 milljarðar á borðinu fyrir fjögur ár af vinnu

Yfir 25 milljarðar á borðinu fyrir fjögur ár af vinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford á sér draum í sumar en áhuginn virðist ekki gagnkvæmur

Rashford á sér draum í sumar en áhuginn virðist ekki gagnkvæmur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi

Leeds skoðar það að reka stjóra sinn sem kom liðinu upp – Efast um að hann geti haldið liðinu uppi
433Sport
Í gær

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið

Sonur Wayne Rooney með glæsilegt mark fyrir United um helgina – Sjáðu markið
433Sport
Í gær

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum

Verður rekinn sama hvað gerist á næstu vikum
433Sport
Í gær

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá

Aston Villa að ganga frá kaupum á vonarstjörnu sem margir vildu fá
433Sport
Í gær

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen

Lykilmenn á skrifstofu United sagðir spenntari fyrri Delap en Osimhen