Færeyski landsliðsfyrirliðinn Hallur Hansson gerði á dögunum tveggja ára samning við KR. Talað hefur verið um að Hallur sé einn launahæsti leikmaður í íslenska boltanum.
Fjallað var um málið í Dr. Football hlaðvarpinu í dag. „Menn segja HH hjá KR með 8,500 EUR nettó,“ skrifar Hjörvar Hafliðason á Twitter.
Ef rétt reynist er Hallur með 1,2 milljónir króna útborgaðar á mánuði. Gerir það hann að einum launahæsta leikmanni íslenska boltans.
„Með launatengdum gjöldum er þetta vel yfir 2 milljónir á mánuði,“ sagði Jóhann Már í þættinunm.
Vikulok Dr. Football 7.janúar. Menn segja HH hjá KR með 8,500 EUR nettó.https://t.co/cQH1hJB8ez
— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) January 7, 2022
Hallur er sókndjarfur og vinnusamur miðjumaður sem hefur leikið lengst af sínum ferli í dönsku úrvalsdeildinni, en einnig í skosku úrvalsdeildinni og í Færeyjum.
Hallur kemur til KR frá Vejle en Hallur spilaði allan leikinn og átti stoðsendingu í þeirra síðasta leik fyrir jólafrí dönsku úrvalsdeildarinnar 29 nóvember, þar sem Vejle og topplið Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli.
Hallur hefur á ferli sínum leikið 283 leiki og skorað í þeim 42 mörk. Þá hefur hann leikið 67 landsleiki fyrir færeyska landsliðið.