fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
433Sport

Gylfi þénaði 750 milljónir en launin lækkuðu talsvert – Laun Jóhanns Berg hækka mikið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson þénaði 750 milljónir króna á síðasta ári frá Everton samkvæmt Viðskiptblaðinu. Lækkuðu laun hans um 100 milljónir króna.

Laun Gylfa lækkuðu sökum þess að hann fékk enga bónusa fyrir spilaða leiki og mörk á seinni hluta árs. Gylfi er undir rannsókn lögreglu í Bretlandi og er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Viðskiptablaðið fjallar um laun íslenskra knattspyrnumanna í blaði sínu. Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er sagður hafa þénað um 500 milljónir króna.

Það er um 150 milljónum króna meira en árið á undan, Jóhann skrifaði undir nýjan samning við Burnley á síðustu leiktíð.

Aron Einar Gunnarsson er í þriðja sæti listans og er sagður hafa þénað 290 milljónir króna hjá Al-Arabi. Rúnar Alex Rúnarsson fékk svo um 250 milljónir hjá Arsenal.

Listi Viðskiptablaðsins:
Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 500 m.kr.
Aron Einar Gunnarsson Al Arabi um 290 m.kr.
Rúnar Alex Rúnarsson Arsenal (OH Leuvení láni) um 250 m.kr.
Alfreð Finnbogason Augsburg um 225 m.kr.
Arnór Sigurðsson CSKA Moskva (Venezia í láni) um 200 m.kr.
Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 200 m.kr.
Sverrir Ingi Ingason PAOK um 180 m.kr.
Rúnar Már Sigurjónsson CFR Cluj um 150 m.kr.
Guðlaugur Victor Pálsson Schalke 04 um 150 m.kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Alonso sagður ætla að hætta næsta sumar og er orðaður við tvö félög

Alonso sagður ætla að hætta næsta sumar og er orðaður við tvö félög
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Birtir mynd af sér þar sem hún er ekki í nærbuxum – Sjáðu myndina sem Instagram gæti hent út

Birtir mynd af sér þar sem hún er ekki í nærbuxum – Sjáðu myndina sem Instagram gæti hent út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viss um að vonarstjarnan framlengi – Á aðeins tvö ár eftir

Viss um að vonarstjarnan framlengi – Á aðeins tvö ár eftir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pettersen til Eyja?

Pettersen til Eyja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal ætlar að blanda sér í baráttu um Zubimendi

Arsenal ætlar að blanda sér í baráttu um Zubimendi
433Sport
Í gær

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“
433Sport
Í gær

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt