Ísland gerði endurkomujanftefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Leikið var á Laugardalsvelli. Hér neðst í fréttinni má sjá brot af því besta sem þjóðin bauð upp á á Twitter yfir leiknum.
Strax á fyrstu mínútu bjó Birkir Bjarnason til ágætis færi fyrir Albert Guðmundsson sem skaut framhjá úr nokkuð þröngu færi. Þetta var þó í raun það eina jákvæða í þessum fyrri hálfleik.
Darko Velkoski kom gestunum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Hann komst í boltann á undan Viðari Erni Kjartanssyni og skallaði hann undir Rúnar Alex Rúnarsson. Varnarleikur Íslands ekki til fyrirmyndar þarna.
Ísland sá ekki til sólar fram að hálfleik, lítið sem ekkert gekk upp. Norður-Makedónar voru einfaldlega miklu betri. Staðan í hálfleik var 0-1.
Svipað var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Ezgjan Alioski kom gestunum í 0-2 á 55. mínútu. Hann fékk þá að rekja boltann óáreittur dágóða vegalengd og koma boltanum í netið frá vítateigslínu.
Tíu mínútum síðar skallaði Kári Árnason boltann í netið en var flaggaður rangstæður.
Ísland minnkaði muninn á 78. mínútu. Markið skoraði Brynjar Ingi Bjarnason eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar.
Á 84. mínútu jafnaði Andri Lucas Guðjohnsen. Albert lagði boltann fyrir markið á Andra sem tók flottan snúning og skoraði. Mögnuð endurkoma Íslands, nokkrum mínútum áður benti ekki neitt til annars en að Norður-Makedónar færu með öll stigin heim.
Ísland var líklegri aðilinn til að stela sigrinum í lokin. Brynjar Ingi þurfti þó einu sinni að bjarga á línu. Allt kom þó fyrir ekki. Niðurstaðan 2-2. Ísland er með 4 stig eftir fimm leiki.
7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna.
Og þá er auðvitað öllum þjappað saman – af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021
Þetta er Shocking, þreföld skipting í hálfleik, takk!
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) September 5, 2021
Vond frammistaða frá a til ö í fyrri hálfleik. Enginn taktur, léleg pressa, mikið um feilsendingar og gjafamark.😪
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 5, 2021
Við erum ömurlegir. Dómarinn er ömurlegur. Völlurinn er ömurlegur.
Þetta er allt ömurlegt maður.— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 5, 2021
Takk fyrir að bjarga okkur frá veirunni skæðu pic.twitter.com/LuCaksWFJs
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) September 5, 2021
Lélegustu 45 mínútur hjá íslensku landsliði sem ég man eftir frá sirka 2006. Hreinasta hörmung.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 5, 2021
Hvaða leikþáttur er þetta? #openthegates pic.twitter.com/b83oeZJ6mf
— Davíð Snær Jónsson (@davidsnaer) September 5, 2021
Jesúússss!!
— Rikki G (@RikkiGje) September 5, 2021
Fokking svæðisvörn – Hættið þessari vitleysu #fotboltinet #maðurámann
— Jakob Leó Bjarnason (@jakoblb17) September 5, 2021
Hver fær það hlutverk að afhenda Birki Má og Birki Bjarna blóm fyrir leik? #100landsleikir
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) September 5, 2021
100!!! 😍😍😍 litli frændi minn. #fyrirmynd pic.twitter.com/bxF1jJHeb6
— gulligull1 (@GGunnleifsson) September 5, 2021
Bikir Már Sævarsson 100 landsleikir. Einstakur íþróttamaður og manneskja. Man eftir honum sem litlum gutta leika sér með bolta allan daginn. Til hamingju vinur.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) September 5, 2021
100⚽️💞😭 https://t.co/HZP8mDJmm7
— Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) September 5, 2021
sjokkerandi frammistaða, eins og enginn hafi hugmynd um eitthvað leikplan, algjört ráðaleysi,ótrúlega lélegt. #fotbolti
— Teitur Örlygsson (@teitur11) September 5, 2021
Þessi varnarleikur. Jesús minn. 3 breytingar strax.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 5, 2021
Gummi Tóta með þversendingu inná miðjuna, eitthvað sem manni er kennt að gera EKKI í 6 flokki.
Skelfilegt hjá Íslandi, andlaust og óþægilegt að fylgjast með þessu eins og öðrum málum þeim tengdum undanfarið.
— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) September 5, 2021
Þessi frammistaða er á pari við það versta sem gerðist í stjórnartíð Eyjólfs Sverrissonar. #fótbolti
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) September 5, 2021
Burt með Arnar Viðars. Eins og einn vinur minn sagði, hættum þessum afsökunum og spilum fótbolta. Þetta er ekki Fótbolti, þetta er drasl.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 5, 2021
Það væri það höfðinlega. En gaurinn sem ákvað að framlengja ekki við Hamrén til að ráða sjálfan sig er enginn höfðingi. https://t.co/cReuX0676R
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 5, 2021
Miðað við þetta er ég farinn að kvíða allverulega fyrir úrslitunum á móti Þýskalandi #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) September 5, 2021
Eftir hverju var verið að bíða? Frammistaðan í fyrri hálfleik æpti á breytingar.
— Jón Kaldal (@jonkaldal) September 5, 2021
Thank god for Guðjohnsens!
— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 5, 2021
Shiiiii Andri Lucas sælledu
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 5, 2021
Augnablik til að muna eftir #Guðjohnsen
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 5, 2021
Hafa Andra Lucas bara inn á vellinum takk, þarf ekkert að flækja þetta #fotboltinet
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) September 5, 2021