fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
433Sport

Einkunnir úr Laugardalnum – Guðjohnsen bjargaði andliti liðsins eftir ömurlega frammistöðu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. september 2021 17:55

Andri Lucas fagnar marki sínu. Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði janftefli gegn Norður-Makedóníu í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag. Leikið var á Laugardalsvelli. Strax á fyrstu mínútu bjó Birkir Bjarnason til ágætis færi fyrir Albert Guðmundsson sem skaut framhjá úr nokkuð þröngu færi. Þetta var þó í raun það eina jákvæða í þessum fyrri hálfleik.

Darko Velkoski kom gestunum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu á 12. mínútu. Hann komst í boltann á undan Viðari Erni Kjartanssyni og skallaði hann undir Rúnar Alex Rúnarsson. Varnarleikur Íslands ekki til fyrirmyndar þarna. Ísland sá ekki til sólar fram að hálfleik, lítið sem ekkert gekk upp. Norður-Makedónar voru einfaldlega miklu betri. Staðan í hálfleik var 0-1.

Svipað var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Ezgjan Alioski kom gestunum í 0-2 á 55. mínútu. Hann fékk þá að rekja boltann óáreittur dágóða vegalengd og koma boltanum í netið frá vítateigslínu. Tíu mínútum síðar skallaði Kári Árnason boltann í netið en var flaggaður rangstæður.

Ísland minnkaði muninn á 78. mínútu. Markið skoraði Brynjar Ingi Bjarnason eftir að hafa fylgt eftir aukaspyrnu Alberts Guðmundssonar. Á 84. mínútu jafnaði Andri Lucas Guðjohnsen. Albert lagði boltann fyrir markið á Andra sem tók flottan snúning og skoraði. Mögnuð endurkoma Íslands, nokkrum mínútum áður benti ekki neitt til annars en að Norður-Makedónar færu með öll stigin heim.

Ísland var líklegri aðilinn til að stela sigrinum í lokin. Brynjar Ingi þurfti þó einu sinni að bjarga á línu. Allt kom þó fyrir ekki. Niðurstaðan 2-2. Ísland er með 4 stig eftir fimm leiki.

Einkunnir af Laugardalsvelli eru hér að neðan en leikmaður þarf að spila 20 mínútur til að fá einkunn.

Byrjunarlið Íslands:

Rúnar Alex Rúnarsson 2
Hræðileg mistök í fyrra marki Makedóníu og átti án nokkurs vafa að verja seinna mark þeirra.

Birkir Már Sævarsson 5
Í sínum 100 landsleik, gerði sitt besta.

Brynjar Ingi Bjarnason 8 – Maður leiksins
Frábær frammistaða og einn af örfáu ljósu punktunum í leik liðsins. Fylgdi vel á eftir til að skora markið og bjargaði svo á línu í upptóbartíma.

Anton Brink

Kári Árnason 6
Leikur án mistaka en þetta gæti verið hans síðasti landsleikur. Skórnir á leið í hilluna í haust.

Guðmundur Þórarinsson (´67) 4
Hörmuleg sending í aðdragandanum á öðru marki Makedóníu, ekki góð frammistaða.

Mikael Neville Anderson (´60) 4
Kom ekki með neitt á diskinn í dag.

Anton Brink

Ísak Bergmann Jóhannesson (´82) 5
Týndur í fyrri hálfleik og vond föst leikatriði. Vaknaði aðeins þegar leið á síðari hálfleik.

Birkir Bjarnason 5
Sýndi smá vilja en flestir liðsfélagar hans hjálpuðu honum lítið.

Andri Fannar Baldursson (´60) 3
Á enn eftir að sannfæra marga um ágæti sitt, lítill hraði, lítill styrkur og staðsetningar ekki góðar.

Albert Guðmundsson 5
Á að vera einn af leiðtogum liðsins miðað við aldur og reynslu. Framan af leik lék hann með hangandi haus en bætti leik sinn þegar hann var færður fram og gerði vel.

Viðar Örn Kjartansson (´60) 3
Kláraði ekki svæðið sitt í fyrsta markinu og var þess utan ekki sjáanlegur.

Anton Brink

Varamenn:

Jón Dagur Þorsteinsson (´60) 6
Flott innkoma, ógnaði vel síðustu mínúturnar

Arnór Sigurðsson (´60) 6
Ágætlega líflegur

Þórir Jóhann Helgason (´60) 5
Hélt stöðu sinni ágætlega.

Ari Freyr Skúlason (´67) 5
Kom lítið við sögu í leiknum.

Andri Lucas Guðjohnsen (´82)
Spilaði of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir myndir af heimili sínu eftir hræðilegan bruna í gær – Efsta hæðin gjörsamlega ónýt

Birtir myndir af heimili sínu eftir hræðilegan bruna í gær – Efsta hæðin gjörsamlega ónýt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno fór á klósettið um borð í flugvél – Endaði á að hjálpa veikum manni og fær lof fyrir

Bruno fór á klósettið um borð í flugvél – Endaði á að hjálpa veikum manni og fær lof fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City hefur unnið hvern einasta leik sem David Coote hefur dæmt

City hefur unnið hvern einasta leik sem David Coote hefur dæmt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og fleiri brot – Mætti í yfirheyrslu á nýjan leik í síðustu viku

Grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum og fleiri brot – Mætti í yfirheyrslu á nýjan leik í síðustu viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?

Mun United reyna að kaupa framherja Chelsea í janúar?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill fjöldi hlustaði á fyrirlestur Hareide

Mikill fjöldi hlustaði á fyrirlestur Hareide