fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
433Sport

Lögmaður Kolbeins birtir tölvupóst máli sínu til stuðnings – Jóhanna og Þórhildur sakaðar um ósannindi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. september 2021 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmenn Kolbeins Sigþórssonar hafa sent fjölmiðlum gögn þar sem því er haldið fram að konurnar sem saka landsliðsframherjann um ofbeldi og áreitni hafi ekki sagt sannleikann á öllum sviðum málsins. Birta þeir gögn máli sínu til stuðnings.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram fyrir viku síðan og sakaði Kolbein um ofbeldi og kynferðislega áreitni. Í fyrradag steig svo Jóhanna Helga Jensdóttir fram og lýsti hegðun Kolbeins þetta  sama kvöld. Atvikin eiga að hafa átt sér stað í september árið 2017.

Málið hefur verið rakið í fjölmiðlum en Kolbeinn hafnar því að hafa beitt konurnar ofbeldi eða áreitt þær kynferðislega. Hann játaði því að hafa hegðað sér illa og greiddi hann konunum miskabætur vegna málsins. Fengu konurnar 1,5 milljón hvor og greiddi Kolbeinn 3 milljónir til Stigamóta.

Jóhanna Helga sagði í máli sínu við Stöð 2 í gær að henni og Þórhildi hefðu verið boðnar 300 þúsund krónur og þagnarskyldusamning til að ljúka málinu. Á Vísir.is segir „Í kjölfarið segir hún lögmann hafa haft samband við þær og boðið þeim að skrifa undir þagnarskyldusamning og þiggja þrjú hundruð þúsund krónur, sem þær afþökkuðu,“ segir á Vísir.is.

Lögmenn Kolbeins hafa alla tíð þvertekið fyrir þagnarskyldusamning og þá hefur KSÍ tekið í sama streng. Rætt hefur verið að um KSÍ hafi boðið slíkan samning en því hefur verið hafnað frá upphafi málsins.

Þórhildur hefur haldið því fram að símtal hafi komið frá lögmanni KSÍ sem átti að hafa boðið sama tilboð og Jóhanna vísar til.

„Konan sem steig fram, og hefur farið mikinn í fjölmiðlum, lýsti því svo að lögmaður á vegum KSÍ hafi haft samband við hana og boðað hana til fundar með meðlimum stjórnar KSÍ til að ganga frá „þagnarskyldusamningi“. Vakti þetta mikla athygli enda án nokkurs vafa fréttnæmt ef einhver á vegum sambandsins hefði gegnt þessu hlutverki. Síðar kom fram hjá umræddri konu að undirritaður hafi að líkindum verið sá lögmaður sem í hlut átti. Í þessari frásögn er hins vegar ekki eitt sannleikskorn. Undirritaður átti aldrei í samskiptum við konuna, var ekki að vinna fyrir KSÍ í þessu máli, boðaði ekki til fundar með stjórnarmanni KSÍ og bauð henni ekki á nokkrum tímapunkti „þagnarskyldusamning“. Þessi framsetning var hins vegar óneitanlega meira fréttaefni en sannleikurinn,“ skrifaði Hörður Felix Harðarson lögmaður Kolbeins í grein á Vísir.is í gær.

Þórhildur Gyða Arnardóttir

Birta tölvupóst:

„Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 2. september sl. var viðtal við Jóhönnu Helgu Jensdóttur þar sem hún lýsti upplifun sinni af atviki sem varð haustið 2017 á milli hennar og Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistaðnum B5. Í viðtalinu staðhæfði Jóhanna að hún og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefðu fengið boð frá lögmanni um að skrifa undir þagnarskyldusamning gegn greiðslu á 300.000 krónum,“ segir í yfirlýsingu sem Almar Möller annar af lögmönnum Kolbeins sendir frá sér.

„Undirritaður kom fram fyrir hönd Kolbeins í þessum samskiptum og átti m.a. samskipti við réttargæslumann Jóhönnu Helgu. Þann 3. apríl 2018 barst mér svohljóðandi tölvupóstur frá réttargæslumanninum.“

Almar birtir svo tölvupóstinn sem hann fékk sendan og er hann svohljóðandi:

„Hún sagðist mögulega vera tilbúin að falla frá kærunni gegn greiðslu miskabóta, bað mig að skoða það og heyra í þér. Ég kíkti á dómafordæmi og fyrir brot gegn 209./217. hafa miskabæturnar verið í kringum 300 þús kall.

Að teknu tilliti til þess geri ég eftirfarandi tillögu:

Miskabætur: 300.000,-

Lögmannskostnaður: 109.120,- (útkall (54þús) + 2 tímar (17þús))

ALLS: 409.120

Er þetta eitthvað sem þið gætuð mögulega fallist á?“

Almar segir að þetta hafi svo ekki gengið eftir.  „Staðhæfing um að lögmaður Kolbeins hafi boðið 300.000 króna miskabótagreiðslu er því röng. Þetta gekk ekki eftir. Niðurstaðan varð sú að Kolbeinn greiddi samtals sex milljónir króna sem sáttargreiðslu þótt sú fjárhæð væri í engu samræmi við atvik málsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mætir og ræðir verkefnið framundan hjá Strákunum okkar

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mætir og ræðir verkefnið framundan hjá Strákunum okkar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland kom upp úr hattinum en leikirnir færðir til Spánar

Ísland kom upp úr hattinum en leikirnir færðir til Spánar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur
433Sport
Í gær

Bregðast við tíðindunum af Elon Musk

Bregðast við tíðindunum af Elon Musk
433Sport
Í gær

Fernandes varð verulega pirraður er hann heyrði í stuðningsmönnum United – ,,Aldrei upplifað annað eins“

Fernandes varð verulega pirraður er hann heyrði í stuðningsmönnum United – ,,Aldrei upplifað annað eins“
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Chiesa staðfestir að vilji spila fyrir Liverpool

Umboðsmaður Chiesa staðfestir að vilji spila fyrir Liverpool