fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Stjórn KSÍ sem tekur við um helgina bannaði Arnari að velja Aron Einar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. september 2021 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn KSÍ sem tekur við til bráðabirgðar um helgina og stjórnin sem fer frá um helgina bannaði Arnari Viðarssyni landsliðsþjálfara að velja Aron Einar Gunnarsson, fyrirliða liðsins í hópinn fyrir komandi verkefni. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Aron er ekki í hópnum sem kynntur verður á eftir fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein. Arnar hafði ætlað sér að velja Aron í verkefnið en tilvonandi yfirmenn hans tóku það ekki í mál.

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem stjórn sambandsins tekur fram fyrir hendurnar á Arnari í vali á landsliðshópnum. í lok ágúst var það stjórnin sem lætur af störfum um helgina sem bannaði Arnari að velja Kolbein Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson sem hafði nokkru áður dregið sig út úr hópnum.

Vanda Sigurgeirsdóttir er nýr formaður stjórnar sem tekur við fram í febrúar þegar kosið verður til formanns og stjórnar á ársþingi.

Aron Einar er 32 ára gamall og hefur leikið 97 landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur verið fyrirliði liðsins í gegnum blómaskeið karlalandsliðsins.

Óvíst er hvað Arnar Þór Viðarsson gerir í stöðunni en fyrr í þessu mánuði sagði hann. „Það er vegna þess að það er ómögu­legt fyr­ir okk­ur sem þjálf­ara að vinna okk­ar starf ef við þurf­um að hringja inn nöfn til stjórn­ar eða í hvern sem er og fá leyfi til að velja fólk. Þá get ég ekki unnið starfið mitt. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það þá þarf að finna ein­hvern ann­an þjálf­ara,“ sagði Arnar sem íhugar eflaust að segja upp störfum í ljósi þess hvaða ákvörðun stjórnin tók nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford

Þetta er nú óvænt líklegasti áfangastaður Rashford
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir til viðbótar settir á sölulista hjá United

Tveir til viðbótar settir á sölulista hjá United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“

Arnar og Sævar lýsa yfir áhyggjum vegna stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar – „Virðist varla vera til“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum

Þessi tíu eru tilnefnd til íþróttamanns ársins – Fjögur úr fótboltanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nafngreina leikmann sem ætlar sér burt frá Chelsea

Nafngreina leikmann sem ætlar sér burt frá Chelsea
433Sport
Í gær

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Í gær

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“