Það var líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í vikunni þegar önnur umferðin í riðlakeppni fór fram. Deild þeirra bestu svíkur engan.
Liverpool var í miklu í stuði í Portúgal þar sem liðið pakkaði Porto saman, tveir leikmenn liðsins komast í lið umferðarinnar.
PSG vann öflugan sigur á Manchester City þar sem Gianluigi Donnarumma markvörður liðsins var allt í öllu.
Zenit frá Pétursborg vann góðan sigur á Malmö og Juventus lagði Chelsea af velli. Manchester United vann svo dramatískan sigur á Villarreal.
Lið vikunnar í Meistaradeildinni er hér að neðan.