Átta leikjum lauk nýlega í 2. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikið var í E-H riðli.
Lazio 2-0 Lokomotiv
Lazio tók á móti Lokomotiv og vann 2-0 með mörkum frá Toma Basic og Patric í fyrri hálfleik.
Marseille 0-0 Galatasaray
Galatasaray er á toppi riðilsins með 4 stig, Lazio í öðru sæti með 3 stig, Marseille í þriðja með 2 stig og Lokomotiv með 1.
Braga 3-1 Midtjylland
Braga vann 3-1 sigur á Midtjylland. Elías Rafn Ólafsson lék allan leikinn fyrir Midtjylland. Hann varði víti í leiknum.
Wenderson Galeno skoraði tvö mörk fyrir Braga og Ricardo Hota eitt. Evander Ferreira skoraði fyrir Midtjylland.
Ludogorets 0-1 Rauða Stjarnan
Rauða Stjaran vann Ludogorets á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Guelor Kanga.
Rauða Stjarnan er á toppi deildarinnar með 6 stig, Braga í öðru sæti með 3 stig, Ludogorets og Midtjylland eru með 1 stig.
Celtic 0-4 Leverkusen
Leverkusen rúllaði yfir Celtic, 0-4, á útivelli. Piero Hincapie, Florian Wirtz, Lucas Alario og Amine Adli skoruðu mörkin.
Ferencvaros 1-3 Real Betis
Betis sigraði Ferencvaros 1-3 á útivelli. Nabil Fekir og Cristian Tello skoruðu fyrir Betis. Þá skoraði Henry Wingo, leikmaður Ferencvaros, sjálfsmark. Myrto Uzuni gerði mark heimamanna.
Leverkusen og Betis eru með 6 stig. Celtic og Ferencvaros eru án stiga.
Genk 0-3 Dinamo Zagreb
Dinamo Zagreb vann 0-3 útisigur á Genk með mörkum frá Luka Ivanusec, Bruno Petkovic (2).
West Ham 2-0 Rapid Wien
West Ham vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Rapid Wien. Declan Rice kom þeim yfir á 29. mínútu. Said Benrahma bætti við marki seint í leiknum.
West Ham er á toppi riðilsins með 6 stig, Dinamo og Genk hafa 3 stig. Rapid er án stiga.