Selfoss tók á móti ÍBV í Lengjudeild karla á Jáverk vellinum í dag. Leiknum lauk með 1-4 sigri ÍBV.
Valdimar Jóhannsson kom Selfyssingum yfir eftir hálftíma leik eftir stoðsendingu frá Gary Martin. Telmo Castanheira jafnaði metin fyrir ÍBV á lokamínútu fyrri hálfleiks og því var jafnt þegar flautað var til leikhlés.
Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir á 47. mínútu og Breki Ómarsson skoraði þriðja markið 5 mínútum síðar. Gonzalo Zamorano Leon skoraði fjórða markið undir lok leiks og gulltryggði ÍBV stigin þrjú.
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum meira en Kórdrengir í 3. sæti og leik til góða. Selfoss er í 9. sæti með 21 stig.
Selfoss 1 – 4 ÍBV
1-0 Valdimar Jóhannsson (´30)
1-1 Telmo Castanheira (´45)
1-2 Guðjón Pétur Lýðsson (´47)
1-3 Breki Ómarsson (´51)
1-4 Gonzalo Zamorano Leon (´89)