Sex leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu rétt í þessu.
Liverpool gerði góða ferð til Porto en Liverpool sigraði heimamenn 5-1. Salah og Mané nýttu sér mistök í vörn Porto í fyrri hálfleik og skoruðu sitt hvort markið og leiddu gestirnir frá Liverpool 0-2 í hálfleik. Salah bætti við þriðja markinu eftir klukkutíma leik en stuttu síðar minnkaði Taremi muninn fyrir heimamenn. Þá tók Firmino til sinna ráða og skoraði tvö mörk á stuttum tíma og gulltryggði góðan sigur Liverpool.
PSG hafði betur gegn Manchester City en Gueye kom liðinu yfir strax á 8. mínútu. Manchester City átti nokkur góð færi til að jafna leikinn en Bernardo Silva átti líklega besta færi leiksins en hann klúðraði sannkölluðu dauðafæri. Lionel Messi gerði svo út um leikinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma með frábæru marki en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið.
Real Madrid þurfti að sætta sig við ótrúlegt 1-2 tap gegn Sheriff en Yakshibaev kom Sheriff yfir snemma leiks. Benzema jafnaði um miðjan seinni hálfleik úr vítaspyrnu en Thill kom Sheriff aftur yfir undir lok leiks og tryggði Sheriff magnaðan sigur á spænsku risunum. Dortmund hafði betur gegn Sporting en Malen skoraði eina mark leiksins undir lok seinni hálfleiks.
Milan tók á móti Atlético og stálu gestirnir sigrinum undir lokin. Rafael Leao kom Milan snemma yfir en Antoine Griezmann jafnaði undir lok leiks. Luis Suarez skoraði svo sigurmarkið úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Loks sigraði Club Brugge þýska liðið Leipzig. Nikunku kom Leipzig yfir snemma leiks en Club Brugge kom til baka með tveimur mörkum í fyrri hálfleik.
Porto 1 – 5 Liverpool
0-1 M. Salah (´18)
0-2 S. Mané (´45)
0-3 M. Salah (´60)
1-3 M. Taremi (´74)
1-4 R. Firmino (´77)
1-5. R. Firmino (´81)
PSG 2 – 0 Man. City
1-0 I. Gueye (´8)
2-0 L. Messi (´74)
Real Madrid 1 – 2 Sheriff
0-1 D. Yakshibaev (´25)
1-1 K. Benzema (´65)
1-2 S. Thill (´89)
Dortmund 1 – 0 Sporting CP
1-0 D. Malen (´37)
Milan 1 – 0 Atlético
1-0 Rafel Leao (´20)
Leipzig 1 – 2 Club Brugge
1-0 C. Nikunku (´5)
1-1 H. Vanaken (´22)
1-2 M. Rits (´41)