Það verður talsvert breytt varnarlína hjá Manchester United á morgun þegar Villarreal heimsækir liðið í Meistaradeild Evrópu.
Harry Maguire meiddist gegn Aston Villa um helgina og verður frá í nokkrar vikur, missir af hann af landsleikjum Englands þar á meðal.
Luke Shaw er í kappi við tímann en hann fór einnig af velli gegn Aston Villa. Þá verður Aaron Wan-Bisaska í banni. Þrír af fjórum varnarmönnum liðsins sem byrja flesta leiki gætu því misst af leiknum.
„Luke mætti í dag svo við gefum honum séns til morguns,“ sagði Ole Gunnar Solskjær á fréttamannafundi í dag.
„Luke æfði ekki með liðinu, Harry verður ekki klár. Það lítur ekki vel út þar.“