Tveir Íslendingaslagir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Rosengard og Kristianstad gerðu 1-1 jafntefli. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Rosengard. Það gerðu þær Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fyrir Kristianstad einnig.
Rosengard er á toppi deildarinnar með 45 stig, 6 stigum á undan Hacken sem er í öðru sæti.
Kristianstad er í fjórða sæti með 25 stig, 4 stigum á eftir Meistaradeildarsæti.
Örebro sigraði þá AIK, 2-0. Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn fyrir Örebro. Hallbera Guðný Gísladóttir gerði það einnig fyrir AIK. Þá var Cecilía Rán Rúnarsdóttir á varamannabekk Örebro í leiknum.
Örebro er í níunda sæti deildarinnar með 20 stig. AIK er í ellefta og næstneðsta sæti með 13 stig, þó 8 stigum á undan Vaxjö í neðsta sæti. Aðeins eitt lið fellur úr deildinni.