Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, kennir leikmönnum Aston Villa um það að Bruno Fernandes hafi brennt af vítaspyrnu í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Staðan var 0-1 fyrir Villa í uppbótartíma þegar Man Utd fékk vítaspyrnu. Bruno fór á punktinn og skaut hátt yfir markið. Villa tók því öll þrjú stigin í leiknum.
,,Mér líkaði ekki við hvernig þeir fóru ofan í dómarann og Bruno og reyndu að hafa áhrif á hann. Það virkaði klárlega en þetta er ekki gaman að sjá,“ sagði norski stjórinn.
Bruno er yfirleitt mjög áreiðanlegur á vítapunktinum. Það er spurning hvort að Cristiano Ronaldo fái fljótlega tækifæri til að taka vítaspyrnu fyrir liðið.