Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við félagið.
Óskar tók við Blikum eftir tímabilið 2019. Á sinni fyrstu leiktíð í fyrra hafnaði liðið í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar undir hans stjórn.
Í ár hafa Blikar spilað frábæran bolta undir hans stjórn. Liðið var lengi vel með pálmann í höndunum hvað varðar það að landa Íslandsmeistaratitlinum. Liðið er hins vegar stigi á eftir Víkingum fyrir lokaumferðina sem fram fer í dag.
Þá skrifaði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, einnig undir fjögurra ára samning. Halldór fylgdi Óskari til félagsins frá Gróttu á sínum tíma.