Ísland hóf leik í undankeppni HM í kvöld þegar Holland heimsótti Laugardalinn. Hollenska liðið er eitt að allra besta í heimi en íslenska liðið sýndi á köflum fína frammistöðu.
Danielle van de Donk kom hollenska liðinu yfir eftir 23 mínútna leik en Sanda Sigurðardóttir í marki Íslands hefði getað gert miklu betur. Það var svo Jackie Groenen sem kom Hollandi í 2-0 eftir rúman klukkutíma með þrumuskoti.
Íslenska liðið fékk fullt af fínum tækifærum í leiknum en Sveindís Janes Jónsdóttir ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti.
Einkunnir úr Laugardalnum eru hér að neðan.
Sandra Sigurðardóttir 4
Átti að gera miklu betur í fyrsta marki Hollands.
Guðný Árnadóttir 6
Öflug varnarlega en hefði getað opnað betur völlinn með því að sækja af meiri krafti.
Glódís Perla Viggósdóttir 7
Mjög öflug í leiknum, einn besti miðvörður í heimi.
Ingibjörg Sigurðardóttir 6
Fín frammistaða hjá Ingibjörgu sem er að taka miklum framförum.
Hallbera Guðný Gísladóttir 5
Hennar öflugu fyrirgjafir og föstu leikatriði skiluðu sér ekki á rétta staði í dag.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (´90) 6
Kröftug á miðsvæðinu.
Alexandra Jóhannsdóttir (´63) 5
Komst ekki í takt við leikinn.
Dagný Brynjarsdóttir 5
Ágætis leikur hjá Dagnýju sem virðist nú nálgast sitt besta form.
Sveindís Jane Jónsdóttir (´90) 8 – Maður leiksins
Í öðrum gæðaflokki en aðrir íslenskir leikmenn í kvöld. Allar líkur á að hún verði súperstjarna á næstu árum.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (´63) 5
Sást lítið og hafði úr litlu að moða.
Agla María Albertsdóttir 5
Agla átti nokkra ágætis spretti en náði ekki að nýta þá.
Varamenn:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (´63) 6
Fín innkoma og erfitt að skilja hvernig Þorsteinn byrjaði henni ekki.
Svava Rós Guðmundsdóttir (´63) 5
Komst ekki í takt við leikinn.
Amanda Jacobsen Andradóttir (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn
Karitas Tómasdóttir (´90)
Spilaði of lítið til að fá einkunn