Lars Lagerback hefur fundið sér nýtt starf eftir að íslenska landsliðið óskaði ekki lengur eftir starfskröftum hans. Lagerback var hluti af þjálfarateymi Arnars Viðarssonar um stutta stund.
Lagerback sem er 73 ára gamall hefur samið við Viaplay í Svíþjóð um að vera sérfræðingur í enska boltanum.
Lagerback útilokar þó ekki að hann fari aftur í þjálfun en hann hefur átt magnaðan feril sem þjálfari. „Það verður skemmtilegt, ég hef aldrei áður fjallað um ensku úrvalsdeildina,“ sagði Lagerback.
Lagerback var vikið úr starfi hjá norska landsliðinu og tók þá til starfa á Íslandi en ákveðið var að binda enda á það samstarf í sumar.
„Það er alltaf leiðinlegt að yfirgefa lið sem þú hefur unnið með í mörg ár,“ segir Lagerback.