Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn fyrir OB er liðið tapaði fyrir Álaborg í dönsku úrvalsdeild karla í kvöld.
Það var markalaust fram á 70. mínútu þegar að Rasmus Thelander kom heimamönnum í Álaborg yfir. Anders Hagelskjaer gerði svo út um leikinn þegar að sex mínútur voru til leiksloka og 2-0 sigur Álaborg niðurstaða.
Aron Elís Þrándarson og félagar í OB eru í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir 9 leiki. Álaborg er í 3. sæti með 18 stig.