Á Twitter-reikningi hlaðvarpsþáttarins The Mike Show kom fram fyrir stuttu að Helgi Sigurðsson væri að taka við sem þjálfari Fjölnis.
Helgi hætti sem þjálfari ÍBV á dögunum eftir að hafa komið liðinu aftur upp í Pepsi Max-deildina.
Helgi stýrði Fylki áður en hann tók við ÍBV fyrir síðustu leiktíð. Honum mistókst að koma ÍBV beint upp úr Lengjudeildinni á sínu fyrsta tímabili.
Fjölnir er í þjálfaraleit en Ásmundur Arnarsson mun láta af störfum að tímabili loknu.
Fjölnir er í þriðja sæti Lengjudeildarinnar þegar ein umferð er eftir. Liðið á þó ekki möguleika á að fara upp um deild. Fjölnismenn voru í efstu deild í fyrra en féllu þá ásamt Gróttu.
Helgi Sig tekur við Fjölni. Allt klappað og klárt! pic.twitter.com/VDqMhfaMEE
— themikeshow (@themikeshow3) September 16, 2021