fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
433Sport

Útilokað að Heimir snúi aftur til Eyja í vetur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er útilokað að Heimir Hallgrímsson snúi aftur til ÍBV og taki við meistaraflokki karla félagsins. Þetta herma heimildir 433.is. Stefnir þessi færasti þjálfari Íslands á að halda áfram að starfa erlendis.

Nafn Heimis hefur verið í umræðunni eftir að frá því var greint að Helgi Sigurðsson myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins. Helgi hefur ákveðið að hætta eftir að hafa komið liðinu aftur upp í efstu deild.

Heimir er frá Vestmannaeyjum og var þjálfari ÍBV áður en hann tók við starfi hjá íslenska landsliðinu í árið 2011. Hefur hann bæði stýrt kvenna og karlaliði ÍBV.

Heimir lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar í sumar, stóð honum til boða að halda starfinu áfram en kaus að leita á önnur mið.

Ekki er útilokað að Heimir fá boð um starf erlendis á næstu vikum en fjöldi fyrirspurna hefur borist á hans borð á undanförnum mánuðum.

Hermann Hreiðarsson, Jón Þór Hauksson og fleiri hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá ÍBV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslenskir eftirlitsmenn á ferð og flugi um Evrópu í vikunni

Íslenskir eftirlitsmenn á ferð og flugi um Evrópu í vikunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nistelrooy sagður vilja starfið sem hann hafnaði í sumar

Nistelrooy sagður vilja starfið sem hann hafnaði í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Björn ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings

Björn ráðinn aðstoðarþjálfari Víkings
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að heppnin hafi ekki verið með Ten Hag – ,,Markmiðið var að ná árangri undir hans stjórn“

Segir að heppnin hafi ekki verið með Ten Hag – ,,Markmiðið var að ná árangri undir hans stjórn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“