Það er útilokað að Heimir Hallgrímsson snúi aftur til ÍBV og taki við meistaraflokki karla félagsins. Þetta herma heimildir 433.is. Stefnir þessi færasti þjálfari Íslands á að halda áfram að starfa erlendis.
Nafn Heimis hefur verið í umræðunni eftir að frá því var greint að Helgi Sigurðsson myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins. Helgi hefur ákveðið að hætta eftir að hafa komið liðinu aftur upp í efstu deild.
Heimir er frá Vestmannaeyjum og var þjálfari ÍBV áður en hann tók við starfi hjá íslenska landsliðinu í árið 2011. Hefur hann bæði stýrt kvenna og karlaliði ÍBV.
Heimir lét af störfum hjá Al-Arabi í Katar í sumar, stóð honum til boða að halda starfinu áfram en kaus að leita á önnur mið.
Ekki er útilokað að Heimir fá boð um starf erlendis á næstu vikum en fjöldi fyrirspurna hefur borist á hans borð á undanförnum mánuðum.
Hermann Hreiðarsson, Jón Þór Hauksson og fleiri hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá ÍBV.