CIES Football Observatory hefur birt lista yfir tíu dýrustu leikmannhópa Evrópu.
Manchester City og Man Utd eru efst á listanum en félögin hafa eytt meira en sjö billjónum punda í núverandi lið.
Sumarglugginn sem leið var með þeim eftirminnilegri í sögunni þar sem að United fékk Ronaldo aftur í sínar raðir og Lionel Messi yfirgaf Barcelona og gekk til liðs við PSG.
City keyptu Jack Grealish á 100 milljónir punda og Chelsea varði svipaðri upphæð í að fá Romelu Lukaku aftur til félagsins eftir að Belginn hafði gert það gott með Inter Milan á Ítalíu.
Arsenal eyddi mest af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Mikel Arteta og Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, vörðu þá 156.8 milljónum punda í fjölmarga unga og efnilega leikmenn.
United eyddi næst mest en Jadon Sancho, Raphael Varane og Ronaldo kostuðu samtals 133.7 milljónir punda. City og Chelsea eru í þriðja og fjórða sæti á listanum en félögin fengu aðeins einn leikmann hvort í sínar raðir í sumar.
(samkvæmt CIES Football Observatory)
1 Man City (£926m)
2 Man Utd (£877m)
3 Paris Saint-Germain (£820m)
4 Real Madrid (£675m)
5 Chelsea (£669m)
6 Liverpool (£576m)
7 Juventus (£563m)
8 Barcelona (£551m)
9 Arsenal (£542m)
10 Tottenham (£472m)