fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
433Sport

Sigurði blöskrar hvernig Gísli Marteinn talaði í gær og birtir myndskeið – „Skólalóðarbúllý sem hæðist að útliti“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 11. september 2021 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hið hlutlausa Ríkisútvarp!,“ skrifar lögmaðurinn Sigurður Guðni Guðjónsson um Vikuna á RÚV í gær þar sem Gísli Marteinn Baldursson fór mikinn þegar hann talaði um málefni KSÍ.

KSÍ hefur sætt gagnrýni síðustu vikur, sambandið hefur verið sakað um að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna. Sagði stjórnin af sér og Guðni Bergsson sem formaður sömuleiðis.

Sigurður Guðni hefur síðustu daga blandað sér inn í málið og í gær vakti hann athygli á því hvernig Gísli Marteinn fjallaði um sambandið á RÚV. „Gísli Marteinn þáttastjórnandi hjá Ríkisútvarpinu var mikið niðri fyrir í spjallþætti sínum kvöld,“ skrifar Sigurður í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Ásamt færslunni birtir hann myndbrot úr þætti Gísla sem sjá má hér fyrir neðan.

„Gísli Marteinn fjallaði þar á sinn sérstaka hátt um málefni KSÍ og þá nauðgunarmenningu, sem RÚV hefur ítrekað fullyrt að stjórn KSÍ hafi látið viðgangast af hálfu landsliðsmanna og með því sýnt af sér geranda meðvirkni. Gísli Marteinn gætti ekki hlutleysis í þessari umfjöllun sinni fremur en fréttastofur ríkisins gerir þegar kemur að málefnum sem góða fólkið flykkist að baki til að líta vel út,“ segir Sigurður um frammistöðu Gísla í gærkvöld.

Sigurður hefur hrærst í heimi fótboltans síðustu 30 ár og kannast ekki við þá gagnrýni sem staðið hefur á hreyfinguna síðustu daga. Hann ræðir næst um Gísla og Guðna Th Jóhannesson.

„Meðal góða fólksins sem Gísli Martreinn og fréttastofa Ríkisútvarpsins sjá ekki sólina fyrir er núverandi forseti Íslands.
Forsetinn blandað sér með sérstökum hætti í fréttaflutning RÚV af nauðgunarmenningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar í fréttatíma RÚV fyrir utan Laugardagsvöll fyrir leik Íslands og Rúmeníu og taldi meinta gerendur haga sér eins og fávita.
Gísli Marteinn og forsetinn segjast styðji þolendur ofbeldis. Sú virðist hins vegar ekki vera reyndin; hljóð og mynd fara ekki saman hjá þessum opinberu persónum,“ segir Sigurður.

Sigurður fer svo í fasta tæklingu á Gísla. „Gísla Martein má sennilega flokka sem eineltissegg – einhvers konar skólalóðarbúllý – sem hæðist meðal annars að útliti stjórnmálamanna sem hann veit að ekki eigi upp á pallborðið hjá góða fólkinu,“ skrifar Sigurður og fer næst í Guðna Th.

„Forseti Íslands er svo einhver mesti velgjörðarmaður starfsmanns á Bessastöðum sem í þrígang hefur áreitt samstarfsmenn sína þar á bæ og beitt þá ofbeldi. Kona sem varð fyrir atlögu þessa skjólstæðings forsetans hlökkraðist úr starfi þegar ljóst var að hann héldi starfi sínu. Það getur gerandinn þakkað forsetanum. Annar starfsmaður karlkyns og kona hans máttu þola ofbeldi af hálfu sama starfsmanns og forsetinn stendur með. Kannski hrökklast sá starfsmaður líka úr starfi nú þegar skipulagsbreytingar virðast standa fyrir dyrum á Bessastöðum, ef marka má forsetaritara.“

Aftur hjólað í RÚV:

Sigurður veltir því svo fyrir sér hvort RÚV muni ræða jafn mikið um málefnin á Bessastöðum líkt og fjallað var um Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra RÚV.

„Um þessa atburði alla í starfsliði forsetans þegir RÚV og þess er ekki að vænta að Gísli Marteinn fjalli um feðraveldið á Bessastöðum þar sem forsetinn kaus að standa með karlskyns geranda studdur af karlkyns starfsmanni. Fróðlegt verður að sjá hvort Sigríður Hagalín Björnsdóttir fær forsetann í Kastljós og spyr hann spjörunum úr. Ekki er líklegt að Þóra Arnórsdóttir og rannsókarblaðamennirnir í Kveik skoði Bessastaðamál,“ skrifar Sigurður.

„Ekki verður minna spennandi að fylgjast með því, hvort fréttamenn Ríkisútvarpsins muni gangi fram að sömu hörku og beitt var gegn framkvæmdastjóra KSÍ, til að fá það upp úr núverandi og/eða fyrrverandi forsetarita hvað gerðist í starfsmannaferðinni frægu til Parísar. Í þeirri ferð reið ofbeldið húsum og rúmlega það, svo notuð sé orð látins sýslumanns um dólkshátt drukkins manns í umdæmi hans.“

„Forsætisráðherra, sem styður þolendur ofbeldis, hlýtur að velta því fyrir sér hvort hún geti setið til borðs með forsetanum nú þegar fyrir liggur að hann hefur tekið afstöðu með geranda ofbeldis og með því farið gegn þolendum þess í eigin starfsliði.
Forsætisráðherra getur horft til forsetans í þessum efnum. Hann taldi sér það ekki samboðið að sitja með stjórn KSÍ á landsleik við Rúmeníu vegna gerandameðvirkni stjórnarinnar.Menn hafa sagt af sér opinberum störfum af minna tilefni. Farið hefur fé fegurra eins og Jón Múli Árnason orðaði það þegar Berlínarmúrinn féll og fólk flúði ofbeldi kommanna í Austur Berlin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“
433Sport
Í gær

Gomis leggur skóna á hilluna

Gomis leggur skóna á hilluna