fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Kári Árnason: „Ég get ekki snert á þessu topici án þess að henda einhverjum undir lestina“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. september 2021 13:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verða allir varir við það sem er í gangi, það gerir þetta ekkert auðveldara að undirbúa okkur fyrir leik. Það er verk fyrir okkur sem þarf að vinna, mér finnst okkur hafa tekist mjög vel til að halda einbeitingu á það verkefni,“ sagði Kári Árnason leikmaður íslenska landsliðsins á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag.

Landsliðið undirbýr sig undir leik gegn Rúmeníu í undankeppni HM á morgun, umræðan um leikinn hefur fallið í skugga þess að Guðni Bergsson og stjórn KSÍ sagði af sér um helgina. Ástæðan eru ásakanir á hendur KSÍ um að standa ekki með þolendum og að leyna upplýsingum í erfiðum málum.

Tólfan stuðningsveit Íslands ætlar að vera með þögn fyrstu tólf mínútur leiksins á morgun, til að styðja við þolendur og mótmæla því sem verið hefur í gangi. „Varðandi Tólfuna, flott hjá þeim ef þeir eru ánægðir með þetta,“ sagi Kári á fundinum.

Ljóst er að öll umræðan í þjóðfélaginu síðustu daga hefur áhrif á þá leikmenn sem mættir eru til leiks. „Ég ætla mér að vinna þennan leik, hvort ég spili eða ekki er ákvörðun þjálfarans. Við erum fullfærir um að vinna, eins og við komu inná. Við vonumst eftir stuðningi frá fólki, við höfum fengið mjög góðan stuðning hér á heimavelli. Þetta verður 50/50 leikur eins og í október, þetta er reynsluminna lið en mjög sprækir strákar. Ég vona að við verðum tilbúnir,“ sagði Kári.

Kári var þá spurður út í þá ákvörðun stjórnar KSÍ að banna Kolbeini Sigþórssyni að mæta í verkefnið. Stjórnin tók þá ákvörðun eftir að fréttir bárust af því að Kolbeinn hefði viðurkennt ofbeldisbrot árið 2017. Greiddi hann fórnarlambi sínu miskabætur á þeim tíma en KSÍ kom að málinu til að byrja með.

„Þetta er eldfimt mál, ég get ekki snert á þessu topici án þess að henda einhverjum undir lestina. Það er best að ég geri það ekki,“ sagði Kári.

Mögulega er um að ræða síðustu landsleiki Kára en hann ætlar að hætta þegar tímabilið með Víkingi er á enda. Þó er möguleiki á því að hann spili í október og nóvember. „Vonandi förum við í bikarúrslit, þá er ég ekki ennþá hættur. Við sjáum bara til, við verðum að taka þá umræðu þegar kemur að því,“ sagði Kári sem er tæpur fyrir leikinn á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina