Lionel Messi mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona í dag. Þetta segir Goal.
Ástæðan er sú að La Liga, efsta deild Spánar, er að fá risalán. Nánar til tekið 2,7 milljarða evra. Stór hluti af þeirri upphæð verður notuð til að hjálpa félögunum í deildinni. Mörg þeirra eiga erfitt í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Messi hefur verið samningslaus í rúman mánuð. Hann hefur verið á mála hjá Barcelona frá aldamótum.