Landsliðsmaðurinn sem áreitti og réðst á Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur á skemmtistað árið 2017 er Kolbeinn Sigþórsson. Mannlíf greindi frá aðkomu Kolbeins um helgina.
Þórhildur Gyða steig fram á föstudag og greindi frá því að þvert á það sem KSÍ hefði haldið fram hafi þeim vissulega verið kunnugt um tilvik þar sem landsliðsmaður hafi verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi.
Ofbeldið sem hún var beitt fólst í því að Kolbeinn greip um klofið á henni og tók hana síðan hálstaki sem skildi eftir sig áverka sem hurfu ekki fyrr en að nokkrum vikum liðnum.
Kolbeinn bað Þórhildi afsökunar í kjölfar þess að hún kærði hann til lögreglu fyrir brotin og eftir að faðir Þórhildar hafði haft samband við stjórnarmenn KSÍ sem og forseta Íslands vegna málsins. Kolbeinn greiddi Þórhildi jafnframt miskabætur.
KSÍ ákvað um helgina að víkja Kolbeini úr íslenska landsliðshópnum.