fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Spillingarpésar í forystusveit FIFA – Geymdu 200 milljónir dollara í Sviss

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 06:59

Sepp Blatter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar svissnesk yfirvöld rannsökuðu hagi fyrrum valdafólks hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, fundust 201 milljón dollara á bankareikningum í Sviss. Þetta voru reikningar í eigu um 40 aðila sem höfðu verið meðal helsta valdafólks FIFA en hafði verið ákært fyrir spillingu. Nú hefur bandaríska dómsmálaráðuneytið úrskurðað að FIFA fái þessa peninga.

Meðal eigenda bankareikninganna var Sepp Blatter sem var forseti FIFA frá 1998 til 2015.

Peningarnir myndu nægja til að greiða fyrir tap fjölda knattspyrnusambanda um allan heim sem FIFA segir hafa verið fórnarlömb „áratuga spillingar innan knattspyrnuheimsins“.

FIFA segir að peningarnir fari í nýstofnaðan sjóð sem á að vinna að betrumbótum á knattspyrnu á alþjóðavísu og verður peningum veitt til verkefna sem tengjast knattspyrnu.

Gianni Infantion, núverandi forseti FIFA, þakkar bandaríska dómsmálaráðuneytinu fyrir ákvörðun þess. „Það gleður mig að sjá að peningar, sem voru á ólögmætan hátt teknir út úr knattspyrnuheiminum, verða nú endurgreiddir og hægt verður að nota þá í það sem átti að nota þá í,“ sagði hann.

Rannsókn á spillingu innan FIFA hófst þegar svissnesk yfirvöld létu til skara skríða gegn samtökunum árið 2015 að beiðni bandarískra yfirvalda. Rúmlega 40 voru síðan ákærðir í málinu.

„Sannleikurinn er sá að vegna aðgerðanna 2015 höfum við getað breytt FIFA úr því að vera eitruð samtök, eins og þau voru þá,  í virt og trúverðug íþróttasamtök,“ sagði Infantino.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög

Skap stjörnu Manchester United áhyggjuefni fyrir önnur félög
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Svona er hópur U19 ára landsliðsins

Svona er hópur U19 ára landsliðsins
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?