fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
433Sport

Óskar um titilbaráttuna „Við þurfum að faðma, umvefja og elska“

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 25. ágúst 2021 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blikar fóru góða ferð norður á Akureyri í dag og sigruðu KA 0-2 í Pepsi Max-deild karla. Með sigrinum fóru Blikar á toppinn og var Óskar Hrafn Þorvaldsson að vonum ánægður með liðið en þetta hafði hann að segja í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Þetta er alltaf erfiður völlur að koma á. KA liðið er mjög öflugt, vel spilandi og gott lið. Þannig að það að koma hingað og vinna 2-0 og vinna nokkuð sannfærandi er frábært. Maður verður að vera auðmjúkur og stoltur af liðinu. Allt liðið á hrós skilið,“ sagði Óskar við Stöð 2 Sport eftir leik.

„Við erum búnir að skora mikið af mörkum en eigum engan sem er nálægt því að verða markahæstur í deildinni og auðvitað er kostur að vera ekki háður einum leikmanni fyrir markaskorun. Við búum svo vel að eiga marga leikmenn sem hafa verið að skora. Þetta sýnir styrkleika og breiddina í sóknarleiknum.“

Blikar hafa oft verið gagnrýndir fyrir það að kunna illa við sig í toppsætinu og þegar þeim er hrósað hvað mest og þeir taldir líklegastir til sigurs þá verður pressan of mikil.

„Ég hef enga reynslu af því að vera í toppsætinu með Breiðablik. Það er alltaf þessi stöðuga pressa og ég held að það sé mikilvægt að faðma hana, umvefja og elska hana. Passa að láta hana ekki fara að stjórna sér. Það eru fjórir leikir eftir og okkur bíður erfiður leikur á útivelli gegn Fylki á sunnudag,“ sagði Óskar Hrafn að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“

Neitar að hafa hringt í vin sinn og beðið hann um að taka við – ,,Langt frá sannleikanum“