Arnar Þór Viðarsson hefur opinberað landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni í undankeppni HM 2022. Hópurinn sem opinberaður var í dag er áhugaverður.
Liðið mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í þremur heimaleikjum en fyrsti leikur er á fimmtudag í næstu viku.
Flestum Íslendingum er kunnugt um stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar, þessi besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár var handtekinn í júlí vegna gruns um um brot gegn barni. Gylfi Þór er laus gegn tryggingu fram í október en rannsókn lögreglu er í gangi.
Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon verða allir frá vegna meiðsla, allir þrír hefðu líklega verið í byrjunarliði Arnars Þórs í þessu verkefni.
Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum en hann hefur verið að glíma við COVID-19, þá er Ragnar Sigurðsson ekki valinn í hópinn.
Athygli vekur að Andri Lucas Guðjohnsen sonur Eiðs Smára aðstoðarþjálfara er í hópnum í fyrsta sinn, hann er 19 ára gamall og leikur með unglingaliðum Real Madrid. Ekki er pláss fyrir Viðar Örn Kjartansson framherji Valerenga.
Guðmundur Þórarinsson fær traustið í hópnum eftir vel heppnaða frammistöðu í æfingaleikjum í maí, sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni varnarmanni Lecce.
Hópurinn:
Hannes Þór Halldórsson – Valur – 76 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson – Brentford
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 10 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason – Lecce – 3 leikir, 1 mark
Jón Guðni Fjóluson – Hammarby – 17 leikir, 1 mark
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 22 leikir, 1 mark
Kári Árnason – Víkingur R. – 89 leikir, 6 mörk
Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping – 79 leikir
Guðmundur Þórarinsson – New York City FC – 7 leikir
Birkir Már Sævarsson – Valur – 98 leikir, 3 mörk
Alfons Sampsted – Bodö Glimt – 5 leikir
Andri Fannar Baldursson – FCK – 4 leikir
Þórir Jóhann Helgason – Lecce – 1 leikur
Ísak Bergmann Jóhannesson – IFK Norrköping – 4 leikir
Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 98 leikir, 14 mörk
Arnór Sigurðsson – Venezia – 14 leikir, 1 mark
Rúnar Már Sigurjónsson – CFR Cluj – 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson – Schalke – 26 leikir, 1 mark
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – 22 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson – SPAL
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 9 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 79 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson – FC Midtjylland – 9 leikir
Kolbeinn Sigþórsson – IFK Göteborg – 64 leikir, 26 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid