fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
433Sport

Allsvenskan: Frábær endurkoma hjá Hammarby – Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á fyrir Elfsborg

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 22. ágúst 2021 18:41

Sveinn Aron Guðjohnsen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar áttust við þegar að Elfsborg tók á móti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen gekk til liðs við Elfsborg á dögunum og byrjaði leikinn á bekknum en Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliði Hammarby.

Alexander Bernhardsson kom Elfsborg yfir eftir fimm mínútna leik eftir stoðsendingu frá Robert Gojani. Jacob Ondrejka virtist hafa tryggt heimamönnum stigin þrjú þegar hann kom Elfsborg í 2-0 á 81. mínútu, en tvö mörk í uppbótartíma frá Aljosa Matko og Abdulrahman Khalili tryggðu Hammarby jafntefli.

Elfsborg er í 4. sæti með 30 stig eftir 16 leiki. Hammarby er í 5. sæti með 24 stig.

Ari Freyr Skúlason og Ísak Bergmann Jóhanneson voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem mætti Halmstad á Örjans vellinum. Leiknum lauk með 2-1 sigri Halmstad en þeir Amir Al-Ammari og Karim Sadat skoruðu mörkin fyrir Halmstad í sitthvorum hálfleiknum. Samuel Adegbenro skoraði fyrir Norrköping. Ari Freyr og Ísak komu báðir af velli í síðari hálfleik.

Halmstad er í 8. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Norrköping er í 6. sæti með 23 stig.

Úrslit dagsins í sænsku úrvalsdeildinni:

Elfsborg 2 – 2 Hammarby
1-0 Bernhardsson (‘5)
2-0 Ondrejka (’81)
2-1 Matko (91)
2-2 Khalili (’94)

Halmstad 2 – 1 Norrköping
1-0 Al-Ammari (‘)
2-0 Sadat (’70)
2-1 Adegbenro (77)

AIK 2 – 1 Hacken
1-0 Papagiannopoulos (‘3)
2-0 Hussein (’51)
2-1 Norfeldt (78, sjálfsmark)

Örebro 1-1 Sirius
1-0 Hummet (‘2)
1-1 Kouakou (’54)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?

Strax búinn að breyta um skoðun eftir mistökin um helgina?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt ætla að borga 100 milljónir evra

United sagt ætla að borga 100 milljónir evra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“

Slot mjög hógvær eftir sigurinn: ,,Þeir voru betri og stjórnuðu leiknum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum