Þeir Böðvar Böðvarsson og Alex Þór Hauksson léku báðir með sínum liðum í sænsku B-deildinni í kvöld.
Böðvar spilaði allan leikinn fyrir Helsingborg í 2-1 sigri á Landskrona. Adam Kaied og fyrrum FH-ingurinn Brandur Olsen gerðu mörk Helsingborg. Mark þess síðarnefnda kom eftir afar slæm mistök markvarðar Landskrona. Kevin Jensen skoraði fyrir Landskrona. Böðvar nældi sér í gult spjald í leiknum.
Brandur Hendriksson Olsen slår en frispark som Amr Kaddoura i Landskronas mål inte lyckas hålla. Helsingborg återtar ledningen med 2-1! pic.twitter.com/hVBQpaMgfm
— discovery+ sport 🇸🇪 (@dplus_sportSE) August 10, 2021
Helsingborg er í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig, 3 stigum frá öðru sæti. Það gefur beinan þátttökurétt í efstu deild.
Alex Þór kom inn á á 65. mínútu í markalausu jafntefli Öster gegn Trelleborg.
Öster er í níunda sæti deildarinnar með 19 stig.