Þór/KA tók á móti Breiðablik í 13. umferð Pepsi Max deildar kvenna á SaltPay vellinum. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Þór/KA jafnaði seint í uppbótartíma.
Agla María Albertsdóttir kom Blikum yfir strax eftir 5. mínútna leik þegar fyrirgjöf hennar endaði í netinu. Heimakonur svöruðu strax þegar Colleen Kennedy skoraði mark úr skyndisókn.
Áslaug Munda kom Blikum aftur yfir á 24. mínútu eftir sendingu frá Hildi Antonsdóttur. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Seinni hálfleikur var nokkuð rólegur til að byrja með og lítið um opin færi. Lokamínúturnar voru þó stórskemmtilegar en Þór/KA sótti stíft og uppskar á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Arna Sif Ásgrímsdóttir jafnaði metin. 2-2 jafntefli því niðurstaðan í kvöld. Blikar náðu því ekki að komast á toppinn og eru enn í 2. sæti.
Þór/KA 2 – 2 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir (´5)
1-1 Colleen Kennedy (´8)
1-2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (´24)
2-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir (90+4)