ÍBV vann 4-1 sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld. Leikið var á Hásteinsvellinum í Eyjum.
Dion Jeremy Acoff kom Grindavík yfir á 37. mínútu en Sito Seoane jafnaði metin fyrir ÍBV þegar tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Guðjón Pétur Lýðsson kom ÍBV yfir á 58. mínútu og Stefán Ingi Sigurðarson bætti við þriðja markinu fjórum mínútum síðar. Tómas Bent Magnússon innsiglaði sigur heimamanna á 77. mínútu eftir sendingu frá Sito Seoane.
ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 13 leiki, sex stigum á eftir toppliði Fram sem á leik til góða. Grindavík er í 5. sæti með 20 stig.
Í öðrum leik kvöldsins vann Þór 4-2 sigur á Grótta. Leikið var á SaltPay vellinum á Akureyri.
Ásgeir Marinó skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mínútu og Jóhann Helgi bætti við öðru marki fjórum mínútum síðar. Fannar Daði Malmquist Gíslason kom Þór í 3-0 á 39. mínútu og Ásgeir Marinó skoraði annað mark sitt á 55. mínútu og kom Þór í 4-0. Kjartan minnkaði muninn fyrir Gróttu á 67. mínútu og Pétur Theódór Árnason skoraði annað mark Gróttu á 86. mínútu og þar við sat.
Úrslit kvöldsins:
ÍBV 4 – 1 Grindavík
0-1 Dion Jeremy Acoff (‘37 )
1-1 Sito Seoane (’47)
2-1 Guðjón Pétur Lýðsson (’58 )
3-1 Stefán Ingi Sigurðarson (’62)
4-1 Tómas Bent Magnússon (’77)
Þór 4 – 2 Grótta
1-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (‘26 )
2-0 Jóhann Helgi Hannesson (’30)
3-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason (’39 )
4-0 Ásgeir Marinó Baldvinsson (’55)
4-1 Kjartan Kári Halldórsson (’67)
4-2 Pétur Theódór Árnason (’86)