fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
433Sport

Saksóknari varar almenning við því að ræða mál Gylfa – Gáleysisleg ummæli á samfélagsmiðlum geti skaðað réttarhöldin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 21:10

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samræmi við breskar réttarreglur er nafni Gylfa Þórs Sigurðssonar haldið leyndu í fréttaflutningi þarlendra fjölmiðla af málum hans, en Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn manneskju undir lögaldri. Hann var tekinn til yfirheyrslu síðasta föstudag en látinn laus að henni lokinni. Húsleit var gerð hjá honum fyrr í mánuðinum.

Meðal þeirra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið án þess að nefna Gylfa á nafn er The Guardian. Þar eru höfð viðvörunarorð eftir saksóknaranum Michael Ellis, sem segir að almenningur verði að fara varlega í tali sínu um málið. „Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og allir eiga rétt á sanngjörnum réttarhöldum,“ segir Ellis við The Guardian.

Hann segir enn fremur:

„Dómgreindarlaust tíst eða færsla gæti haft alvarlegar afleiðingar og truflað réttarhöld, gæti valdið því að þau tefjast eða í versta falli stöðvast vegna þess að ekki er möguleiki á sanngjörnum réttarhöldum. Þess vegna vara ég alla við, ekki standa í vegi þess að réttlætinu verði fullnægt.“

Segir hann ennfremur að saksóknaraembættið muni fylgjast grannt með hvort einhverir gera sig seka um óvirðingu við dóminn. Slíkt felst meðal annars í því að fjalla um sakamál sem ekki hefur verið úrskurðað í á þann hátt að geti spillt réttarhöldum.

RÚV bar málið undir Guðna Bergsson, formann KSÍ, og segir hann að sambandið muni ekki tjá sig um fréttirnar af Gylfa fyrr en eftir að formleg staðfesting um að hann hafi verið handtekinn og yfirheyrður hafi borist. Engin slík staðfesting hefur borist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjartsýni á Old Trafford – Málið gæti klárast í dag eða á morgun

Bjartsýni á Old Trafford – Málið gæti klárast í dag eða á morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rýfur þögnina um myndböndin umdeildu: Opinberar að hann sé samkynhneigður – „Ég skammaðist mín mikið“

Rýfur þögnina um myndböndin umdeildu: Opinberar að hann sé samkynhneigður – „Ég skammaðist mín mikið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Það versta í 17 ár
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn

Þjóðverjarnir vilja Bellingham-bróðurinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“

Greenwood vill fyrrum liðsfélaga hjá United – „Hann er frábær maður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Balotelli strax á förum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Evrópumeistarinn gerir langan samning

Evrópumeistarinn gerir langan samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frá Chelsea til Aston Villa

Frá Chelsea til Aston Villa