Tveimur leikjum lauk nýlega í 6. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.
Valur burstaði Tindastól fyrir norðan
Tindastóll tók á móti Val. Gestirnir unnu öruggan sigur.
Elín Metta Jensen kom Val yfir á 35. mínútu. Staðan í hálfleik var 0-1. Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu gestanna um miðjan seinni hálfleik. Valur bætti svo við þremur mörkum í lok leiksins. Fyrst skoraði Elín Metta sitt annað mark, næst Ásdís Karen Halldórsdóttir og síðast Clarissa Larisey. Lokatölur 5-0.
Valur er með 13 stig í öðru sæti. Tindastóll er í níunda sæti með 4 stig.
Þróttur með flottan útisigur
Þór/KA tók á móti Þrótti Reykjavík. Gestirnir unnu góðan sigur.
Hulda Björg Hannesdóttir kom Þór/KA yfir á 53. mínútu. Katherine Amanda Cousins jafnaði um stundarfjórðung síðar. Þegar 20 mínútur lifðu leiks kom Jelena Tinna Kujundzic gestunum yfir. Shea Moyer innsiglaði svo sigur Þróttar í uppbótartíma. Lokatölur 1-3.
Þróttur er með 9 stig í fjórða sæti. Þór/KA er með 6 stig í sjöunda sæti.