Eins og alltaf voru Íslendingar á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK í 2-0 sigri gegn Örebro. Hinum megin spilaði Berglind Rós Ágústsdóttir, einnig allan leikinn. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á bekknum hjá Örebro í leiknum. AIK er í áttunda sæti deildarinnar með 9 stig eftir átta leiki. Örebro er sæti ofar, með stigi meira.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn með Djurgarden í 1-0 sigri gegn Eskilstuna. Djurgarden er í 11.sæti, því næstneðsta, með 6 stig eftir átta leiki.
Þá lék Andrea Mist Pálsdóttir allan leikinn með Vaxjö í 1-0 tapi gegn Vittsjö. Vaxjö er á botni deildarinnar með aðeins 2 stig eftir átta leiki.