Fjórir leikir fóru fram í 5. umferð 2. deildar karla í dag.
Öruggt hjá Haukum á Ásvöllum
Haukar tóku á móti Magna og unnu góðan sigur.
Sander Jonassen Foro kom þeim yfir á 35. mínútu. Tómas Leó Ásgeirsson bætti við marki um miðjann seinni hálfleik. Gísli Þröstur Kristjánsson gulltryggði svo sigur Hauka með þriðja markinu fimm mínútum síðar. Lokatölur 3-0.
Haukar eru í sjöunda sæti deildarinnar með 7 stig. Magni er með 4 stig í níunda sæti.
Jafnt fyrir austan
Fjarðabyggð og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli þeirra fyrrnefndu.
Arnór Sölvi Harðarson kom heimamönnum yfir á 73. mínútu. Andri Fannar Freysson jafnaði úr vítaspyrnu á 85. mínútu.
Njarðvík er í sjötta sæti með 7 stig. Fjarðabyggð er í ellefta sæti með 2 stig.
Reynir burstaði Völsung
Reynir Sandgerði vann stórsigur gegn Völsungi á heimavelli sínum.
Hörður Sveinsson kom þeim yfir seint í fyrri hálfleik. Magnús Þórir Matthíasson bætti við öðru marki eftir klukkutíma leik. Kifah Moussa Mourad minnkaði muninn fyrir Völsung stuttu síðar. Hörður var svo aftur á ferðinni með þriðja mark Reynis aðeins mínútu síðar. Kristófer Páll Viðarsson og Elfar Máni Bragason bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 5-1.
Reynir er í þriðja sæti með 9 stig. Völsungur er í áttunda sæti með 7 stig.
Markalaust fyrir norðan
KF og Þróttur Vogum gerðu markalaust jafntefli á heimavelli þeirra fyrrnefndu.
KF er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig. Þróttur er í því þriðja með stigi minna.