Það var margt áhugavert sem átti sér í Árbænum á sunnudag þegar Fylkir og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli. Magnus Anbo kom Stjörnunni yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla eftir aukaspyrnu. Undir lok hálfleiksins fékk Emil Atlason beint rautt spjald fyrir brot á Arnóri Gauta og Stjörnumenn spiluðu því manni færri allan seinni hálfleikinn.
Fylkir sótti stíft í seinni hálfleik og uppskáru mark á 80. mínútu þegar Djair kom boltanum í netið. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og jafntefli niðurstaðan í leiknum.
Rauða spjald Emils reyndist Stjörnunni dýrkeypt en hann sparkaði þá í leikmann Fylkis á miðjum vellinum, Vilhjálmur Alvar dómari leiksins var fljótur að rífa upp rauða spjaldið. „Ég er búinn að horfa á þetta svona sex sinnum, ég átta mig engan vegin á því hvað hann er að huga. Það er ekki eins og Emil sé tvítugur,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti okkar í vikunni.
„Ég fyrirgef honum ef hann hefði farið í skallabolta og rekið olnbogann í hann, þarna er hann að hlaupa á miðjunni og rekur hnéð í rassinn. Mér finnst eins og Villi Alvar flauti eins og hann sé hissa
Emil hefur ekki tekist að skora fyrir Stjörnuna í sumar en hann er eini hreinræktaði framherji félagsins. „Hann er ekki að koma með mikið til borðsins, kannski er þetta lýsandi er þetta í vandræðum.“