Tveimur leikjum er nýlokið í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla.
Breiðablik vann í skemmtilegum Kópavogsslag
HK og Breiðablik mættust í Kórnum þar sem þeir síðarnefndu unnu.
Arnþór Ari Atlason kom HK yfir um miðjan fyrri hálfleik. Kristinn Steindórsson jafnaði fyrir gestina skömmu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 1-1.
Heimamenn fengu víti þegar 20 mínútur lifðu leiks. Á punktinn fór Birnir Snær Ingason og skoraði.
Útlitið var gott fyrir HK en á 84. mínútu fékk Breiðablik víti. Úr því skoraði Thomas Mikkelsen og jafnaði leikinn.
Skömmu síðar höfðu Blikar snúið leiknum við. Andri Rafn Yeoman skoraði þá frábært mark. Lokatölur 2-3.
Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig, 5 stigum á eftir toppliði Vals. HK er í ellefta sæti, fallsæti, með 6 stig.
Jafnt á Hlíðarenda
Valur og Fylkir gerðu jafntefli á Hlíðarenda.
Markalaust var eftir fremur rólegan fyrri hálfleik.
Eftir tíu mínútur af þeim seinni skoraði Haukur Páll Sigurðsson með skalla og kom heimamönnum yfir.
Fylkismenn sýndu mikinn karakter og fundu jöfnunarmark á 89. mínútu. Markið skoraði Arnór Borg Guðjohnsen. Lokatölur 1-1.
Valur er enn á toppi deildarinnar, nú með 24 stig. Fylkir er í sjöunda sæti með 11 stig.