Fram er áfram með fullt hús stiga í Lengjudeildinni eftir útisigur á Gróttu í 8. umferðinni í dag.
Markalaust var þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Eftir um stundarfjórðung í seinni hálfleik skoraði Aron Þórður Albertsson eina mark leiksins. Lokatölur 0-1 fyrir Fram.
Fram er áfram á toppi deildarinnar með 24 stig eftir átta leiki. Þeir hafa 8 stiga forskot á Grindavík í öðru sæti og 9 stiga forskot á Kórdrengi í því þriðja.
Grótta er aðeins með 8 stig eftir jafnmarga leiki. Þeir eru í níunda sæti, 4 stigum fyrir ofan fallsvæðið.